Viðburðir

Fyrirsagnalisti

Alþjóðlegi persónuverndardagurinn haldinn hátíðlegur

Alþjóðlegi persónuverndardagurinn er haldinn í 13. skipti mánudaginn 28. janúar 2019. Á þessum degi standa persónuverndarstofnanir víða um heim fyrir kynningu og vitundarvakningu um málefni persónuverndar, í samstarfi við Evrópuráðið í Strasbourg.

Af þessu tilefni var grein eftir forstjóra Persónuverndar birt í Fréttablaðinu og á Vísi Greinin ber yfirskriftina Vernd persónuupplýsinga - breytt heimsmynd.

Þá var önnur grein eftir forstjóra Persónuverndar birt í Morgunblaðinu um liðna helgi, en efni hennar má nálgast hér að neðan.

Að lokum er vakin athygli á því að Persónuvernd verður með bás á sýningarsvæði UT-messunnar sem haldin verður í Hörpunni 8. og 9. febrúar næstkomandi. Sýningarsvæðið er opið almenningi laugardaginn 9. febrúar og eru áhugasamir hvattir til þess að líta við og ræða við sérfræðinga Persónuverndar um allt sem tengist persónuvernd. 

Lesa meira

Alþjóðlegi persónuverndardagurinn 28. janúar

Alþjóðlegi persónuverndardagurinn verður haldinn hátíðlegur þann 28. janúar næstkomandi. Af því tilefni mun Persónuvernd taka þátt í og koma að ýmsum viðburðum.

Lesa meira

Upptaka af málþingi Persónuvernd og Landspítala

Þann 12. janúar 2018 boðuðu Persónuvernd og Landspítali til málþings þar sem fjallað var um nýjar reglur um persónuvernd og áhrif þeirra á íslenskan heilbrigðisgeira.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt? Nei