Efst á baugi

Fyrirsagnalisti

Leiðbeiningar fyrir frambjóðendur til embættis forseta Íslands 2024

Þegar frambjóðendur nota persónuupplýsingar kjósenda í markaðssetningu, á samfélagsmiðlum og með öðrum hætti, bera þeir ábyrgð á að sú vinnsla persónuupplýsinga samrýmist lögum nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, og reglugerð (ESB) 2016/679. Almennt er litið svo á að vinnsla persónuupplýsinga í markaðssetningarskyni geti byggst á lögmætum hagsmunum frambjóðenda nema hagsmunir eða grundvallarréttindi og frelsi kjósenda vegi þyngra. Þá kann vinnslan að vera heimil á grundvelli samþykkis kjósenda. Auk heimildar þarf vinnslan að fullnægja meginreglum um vinnslu persónuupplýsinga, svo sem um fræðslu, sanngirni, gagnsæi og meðalhóf. Þegar persónuupplýsingar eru unnar í þágu markaðssetningar eiga einstaklingar alltaf rétt á að andmæla slíkri vinnslu. 

Málsmeðferðartími hjá Persónuvernd

Í samræmi við málsmeðferðarreglur Persónuverndar er áætlaður málsmeðferðartími mismunandi málategunda hjá stofnuninni birtur hér á vefsíðunni. Afgreiðslutími getur þó lengst umfram áætlun í einhverjum tilvikum, svo sem ef mál eru sérstaklega flókin eða umfangsmikil. Forgangsmál geta tekið skemmri tíma. 

Tölfræði yfir tilkynnta öryggisbresti til Persónuverndar

Persónuvernd tekur mánaðarlega saman tölfræði yfir þá öryggisbresti sem tilkynntir hafa verið til stofnunarinnar.



Var efnið hjálplegt? Nei